Herja ST kjaftfull af grásleppu,2016

Það fer ekkert á milli mála að grásleppuvertíðin er kominn á fullan gang.  mjög margir bátar eru á þessum veiðum og hefur afli bátanna verið ansi góður,


Það var birt hérna frétt um Mána ÞH sem kom með ansi stóran góður í land á Húsavík,

enn á Hólmavík þá kom þar líka annar bátur með fullfermi og vel það.  Herja ST hóf grásleppuveiðar 30  mars og strax var veiðin ansi góð.  6,5 tonn í fyrsta róðri,

núna fyrir nokkrum dögum síðan þá kom Herja ST með fullfermi eftir brælutíð og voru netin dregin þriggja nátta, enn afliinn ansi mikill, 8,7 tonn sem kom í land hjá Herju ST.   Það má geta þess að Herja ST er ekki nema 8,5 tonn að stærð svo aflinn er meiri enn báturinn er að stærð,

Það má geta þess að fjórum dögum seinna þá kom Herja ST með 7,2 tonn í land í einni löndun,

Það má geta þess að þegar netin voru dreginn í þessum róðri þá var veður mjög gott og svo til sléttur sjór.



Ansi siginn svona á siglingu

Herja ST að koma til Hólmavíkur.  Myndir Bryndís Sigurðardóttir