Hvað varð um 19 tonnin hjá Tjaldi SH?,2015
Í gær þá setti ég inn nýjan lista fyrir línubátanna og þar kom fram að Tjaldur SH hafi verið að fiska ansi vel,
Var kominn á toppinn með 330 tonn í 4 róðrum ,
og einn risatúr uppá 108.8 tonn.
Þegar ég fór á fiskistofuna til að skoða þann túr betur þá stóð þar jú 108,8 tonn og því ansi góður túr
núna aftur á móti eftir að forritð mitt hefur reiknað bátanna upp að nýju þá eru komnar nýjar tölur fyrir Tjald SH.
Því að þessi 108.8 tonna löndun virðist hafa verið eitthvað rugl.
því þessi túr var ekki 109 tonn heldur 90 tonn, og við það þá lækkar aflinn hjá Tjaldi SH niður í 312 tonn.
það kemur reyndar ekki að sök þar sem að Tjaldur SH heldur toppsætinu,
enn þessi munur uppá um 19 tonn vekur athygli. hugsanlega ræður endurvigtun þarna einhverju um

Tjaldur SH mynd Sigurður Bergþórsson