Hvar endar Kristinn SH??,2016

Ég birti fyrr í dag lokalistann yfir báta yfir 15 tonn fyrir febrúar þar sem að Sandfell SU kom nokkuð á óvart með því að hirða toppsætið af Særifi SH.


Enn bíðum nú við.  þetta er nefnilega ekki alveg búið, vegna þess að Kristinn SH sem Endaði í fimmta sætinu með 178 tonn, að þar vantar eina löndun uppá


og þá er þetta orðið nokkuð spennandi vegna þess að það er ekki það langt upp bátanna sem eru í fjórða og þriðja sætinu,
í fjórða sæti er Patrekur BA með 186 tonn eða um 8 tonnum meira enn Kristinn SH og í því þriðja er Faxaborg SH með 190 tonn eða um 12 tonnum meira enn Kristinn SH.

þannig að þetta er þá spurning, fer Kristinn SH í fjórða sætið eða nær hann framm úr FAxaborg SH og neglir sér í það þriðja?.   

kemur í ljós jafnvel á morgun.  



Kristinn SH Mynd Vigfús Markússon.