Ilivileq með RISAstóra löndun,2016
Grænlenski togarinn Ilivileq kom til hafnar núna undir lok apríl með vægast sagt risalöndun svo ekki sé meira sagt,
áhöfnin undir stjórn Reynis Georgson fóru út frá Hafnarfirði um kvöldið 1 apríl og komu til hafnar aftur til Hafnarfjarðar 26 dögum síðar og þá með frystilestina fulla og í öllum frystitækjunum um borð þá var allt fullt.
átti bara eftir að segja fisk í frystiklefan hjá kokknum
uppúr skipinu þá komu alls 1700 tonn og af því þá var þorskur 1608 tonn,
þessi risatúr gerir um 65 tonna veiði á dag sem er ótrúlega mikil og góð veiði. enn það má geta þess að allur aflinn um borð í skipinu er heilfrystur, og engin flökun er í gangi þarna um borð,

Mynd Anna Kristjánsdóttir