Ísleifur VE og Kap VE,2015
Eins og greint hefur verið frá í öllum fjölmiðlum landsins, nema hérna .
að þá keypti Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skipin ingunni AK og Faxa RE.
Ingunn AK verður afhent fljótlega enn hún mun fá nafnið Ísleifur VE.
Nafnið Ísleifur VE er gamalt báts nafn sem hefur verið í Vestmannaeyjum. enn fyrsti Ísleifur VE kom þangað árið 1916 og er því á næsta ári 100 ár sem að Ísleifs nafnið verður tengt Vestmannaeyjum,
Ársæll Sveinsson útgerðarmaður gerði út Ísleifanna og þegar vest var þá var hann með fjóra Ísleifa VE í útgerð í einu.
sem hétu þá
Ísleifur VE
Ísleifur II VE
Ísleifur III VE
og Ísleifur IV VE.
Núverandi Ísleifur VE er búinn að vera hérna á landinu síðan 1976 enn honum verður lagt núna.

Ingunn AK sem fær nafnið Ísleifur VE mynd Þórhallur Sófusson Gjorvea
Faxi RE sem er aðeins eldra skip eða 28 ára það fær nafnið sitt aftur. Kap VE. AFtur?. já það er nefnilega þannig að fyrst hét skipið Jón Finnson GK , enn fékk svo nafnið Kap VE áður enn hann var seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Faxi RE. Búið er að breyta bátnum mikið frá því hann var Kap VE.
Nafnið Kap VE er eins og Ísleifs nafnið gamalt og gott Eyja nafn, þótt það eigi sér styttri sögu enn Ísleifur.
Tryggvi Sigurðsson skrifaði ansi góða lýsiningu á því hvaðan nafnið Kap kemur
Hérna má lesa það sem hann skrifaði.
|
Núverandi Kap VE verður selt enn litla Kap II VE verður varabátur á loðnuna

Faxi RE sem verður Kap VE. Mynd Vigfús Markússon