Jón Vídalín VE seldur,2016

Inn á vefmiðlinum Eyjafrettir.is mátti sjá frétt þess efnis að búið sé að selja togarinn Jón Vídalín VE til Írans,


Jón Vídalín VE er einn af japanstogurunum svokölluðu sem voru smíðaðir í Japan á árunum 1971 til 1974.  Togarinn Vestmannaey VE var fyrstu togaranna og Jón Vídalín VE var númer 6 í röðinni af japanstogurnum ,

Fyrsta nafn togarans var HValbakur SU og landaði hann þá að mestu á Stöðvarfirði enn var aflinn unnin þar og á Breiðdalsvík.  

Hvalbakur SU kom til Íslands 22 apríl árið 1973.  

Fyrsta löndunin hjá Hvalbaki SU var 9 maí sama ár og var það 128,6 tonna löndun,
Stærsta löndun Hvalbaks var 208,6 tonn sem kom í júní árið 1975.

Hvalbakur SU var gerður út undir því nafni til loks ár 1976 þegar að hann fékk nafnið Hoffell SU og fór þá að landa á Fáskrúðsfirði.  þar voru því tveir japanstogarar því fyrir var togarinn Ljósafell SU sem enn þann dag í dag er gerður út.

Fyrsta löndun togarans eftir nafnabreytingu var 5 janúar, en hún var ekki stór rét um 47 tonn,

óhætt er að segja að árið 1980 hafi verið Hoffeli SU ansi gott ár,   þá landaði togarinn 4500 tonnum og komst nokkuð oft yfir 200 tonn í löndun.  þvi sex sinnum landaði Hoffell SU meira enn 200 tonn í löndun,

6 landanir yfir 200 tonn árið 1980.
Kíkjum á tvo mánuði árið 1980.  
Fyrst mars .
Þá landaði Hoffell SU 721,7 tonn í 4 túrum.  fyrsta löndunin var ekki stór eða 88 tonn, enn svo komu 3 fullfermistúrar.  fyrst 200 tonn, svo 229 tonn og að lokum 204,5 tonn,

September var líka ansi góður,
þá landaði Hoffell SU 639,4 tonnum í einungis 3 löndunum.  Þar kom líka stærsta löndun togarans því fyrst kom togarinn með 225 tonn að landi enn síðan 241,5 tonn að landi.  síðasti túrinn var líka góður eða 173 t..

Togarinn var gerður út á Fáskrúðsfirði alveg til ársins 1997 þegar að hann var seldur til Vestmannaeyja og fékk þar nafnið Jón Vídalín VE.

Jón Vídalín VE Mynd Sigurbjörn Árnason,