Jóna Eðvalds SF með Pál Jónsson GK í togi,2015

Það er ekki bara aflaskipið Steinunn SH sem er biluð því að annar aflabátur er núna i drætti til Reykjavíkur,


Línubáturinn Páll Jónsson GK fór út veiða frá Grindavík 21 október um kl 18:00 og silgdi áleiðis austur undir ingólfshöfða þar sem þeir voru búnir að leggja um 1/3 af línunni enn planið var að reyna við löngu áður enn haldið yrði á miðin við austur land.

Nafni minn Gísli V Jónsson sagði í samtali við Aflafrettir að gír milli vélar og skrúfu missti niður þrýsting og er því báturinn dreginn til Reykjavíkur þar sem verður metið hvort þurfi að taka bátinn í slipp..

loðnuskipið Jóna Eðvalds SF er með Pál Jónsson GK í togi og er rífandi gangur á þeim þar sem að bátarnir eru á um 10 mílna hraða skammt úti við Grindavík.  Gísli sagði líka að vélin í Jónu Eðvalds SF væri stór eða um 4000 hestöfl og réði því vel fyrir að draga Pál Jónsson


Páll Jónsson GK mynd Jóhann Ragnarsson


Jóna Eðvalds SF mynd Sverrir Aðalsteinsson