Kap VE í viðgerð og málun á Akureyri,2015
í einni af Akureyrarferðunum mínum núna í haust þá tók ég aftir því að Kap VE var þar í ansi miklum viðgerðum.
var þá verið að gera við tjón sem varð á skipinu þegar að togarinn Jón Vídalín VE bakkaði á Kap VE í Vestmannaeyjum í sumar. skemmdir voru á skipinu annarsvega bakborðsmeginn þar sem að togarinn bakkaði á Kap og hinsvegar stjórnborðsmeginn þegar að Kap slóst í bryggjuna þegar að Jón Vídalín VE bakkaði á hann,
samhliða þessari viðgerð þá verður skipið allt málað frá kili og uppúr,
hérna er nokkrar myndir sem ég tók af Kap VE í slippnum á Akureyri., enn það má geta þess að núna er Kap VE komið upp á land í slipp þar í bæ og búið að mála hluta af brúnni,
í kjölfarið á þessari klössun Kap VE verður hann settur á söluskrá,

Ansi mikið sem þarf að skipta um hérna bakborðsmeginn


Byggjan í eyjum skemmti skrokkinn ansi mikið við áreksturinn


Myndir Gísli Reynisson