Kjaftfull Mæja Magg ÍS .2015

Aflafrettir eru komnar í gang og strax rak ég augun í vægast sagt mokveiði.


á Flateyri er sá heiðursmaður Valgeir Jóhannes Ólafsson og gerir hann út bátinn Mæju Magg ÍS sem er 7,5 tonna bátur.  Keypti hann bátinn í fyrravor og hefur róið á honum á linu og handfæri.

Núna í byrjun maí þá fór hann út ásamt einum aðstoðarmanni með 24 bala og fór um 6 mílur út frá Flateyri.  lenti þar í ansi mikilli steinbítsveislu, því algert mok var hjá honum,
þegar upp var staðið þá kom báturinn með 7,1 tonn í land og af því var steinbítur um 6 tonn.

Að sögn Valgeir í samtali við Aflafrettir þá hafði hann farið þarna 18 mars síðastliðinn og fékk þá um 9,5 tonn í tveim róðrum,  Hinir bátarnr voru flestir aðeins sunnar enn Mæja Magg ÍS og átti Valgeir ekki von á þessum moki sem hann lenti í.  Kominn var smá kaldaskítur eins og hann orðaði það þegar hann var að klára að draga síðustu balanna, enn báturinn var ansi góður í sjó og bar aflann vel.  

Enn lítið hefur verið róið eftir þetta því verðið hefur lækkað mikið á mörkuðum meðal annars útaf verkföllum,
Ekki voru til myndir af bátnum með 7,2 tonn, enn myndir sem eru með þessari frétt eru teknar þegar að báturinn kom með tæp 6 tonn að landi fyrr í vetur
Það má geta þess að nafnið á bátnum Mæja Magg ÍS kemur frá móður Valgeirs

Mæja Magg ÍS í íshrangli með um 6 tonn í vetur.  báturinn var aðeins meira siginn með 7,2 tonn.

Mæja MAgg ÍS 

Mynd Valgeir J.Ólafsson