Kominn yfir 7 þúsund tonn,2016

Grænlenski togarinn Ilivileg GR 201 hefur verið að fiska ansi vel núna í ár og hefur landað öllum afla sínum á Íslandi,


skipið er ansi stórt og sem dæmi um það þá kom togarinn með risalöndun í apríl á þessu ári þegar að landað var úr togaranum liðlega 1700 tonnum,

Núna þegar þetta er skrifað þá er heildaraflinn hjá togaranum kominn yfir 7 þúsund tonnin frá áramótum

eða réttara sagt 7100 tonn í 7 löndunum eða 1014 tonn í löndun.  

Uppistaðan í þessum 7 þúsund tonna afla er þorskur  eða 6058 tonn og er því  þorskur 85% af heildaraflnum hjá Ilivileq.


Ilivileg GR 201. Mynd  af FB síðu togarans