Lára Magg ÍS sokkinn,2015


Gamli Halldór Jónsson SH sem er búinn að liggja lengi í Njarðvík hefur sokkið við höfnina þar og þar er líka annar bátur sem fór niður núna í dag 23.okt.  heitir sá bátur Lára MAgg ÍS 

Báturinn var síðast gerður út í smá tíma á lúðu um árið 2006 enn hefur ekkert róið síðan um haustið það ár.

áður enn hann var í því þá var báturinn gerður út frá Hvammstanga  og hét þar Fanney HU

Báturinn var smíðaður árið 1959 á Akureyri og hét fyrst Jón Jónsson SH 187, var hann með því nafni í 16 ár.  var báturinn eftir það á nokkru flakki enn endaði svo aftur á snæfellsnesinu 1983  þegar báturinn kom til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Sóley SH 150.

Þess má geta að árið 2009 þá var báturinn allur málaður og gerður fínn af Halldóri Magnússyni í Vogunum .  enn þá orðinn eigandi af bátnum Lífsbjörg enn það félag gerir t.d út Finnbjörn ÍS sem hefur verið greint frá hérna á síðunni.  


Lára MAgg ÍS sokkinn


Myndir Gísli Reynisson

Og hérna er svo mynd af bátnum fljótandi.

Mynd Jóhann Ragnarsson