Lítill bátur á grásleppu. 1.hluti,2015

Eins og við höfum séð á grásleppulistanum sem á Aflafrettir eru þá er ansi mikill fjöldi báta sem er að stunda þær veiðar.  er fjöldinn af bátunum komin í um 250 báta .


Þessir bátar eru af öllum stærðum og gerðum enn þó eru þarna 3 bátar sem allir eru nokkuð merkilegir. 

Sá fyrsti af þessum þremur er gerður út frá Hafnarfirði og heitir Grímur ZZ.  þessi bátur er undir 2 BT að stærð og er því ekki með umdæmisnúmer eða HF sem bátar frá Hafnarfirði eru með.  Ekki er vitað hvenær eða hvar þessi bátur var smíðaður


Guðbjartur V Þormóðsson í Hafnarfirði gerir út þennan litla bát á grásleppu og byrjaði hann að róa á bátnum árið 2008
Guðbjartur sjálfur má segja að sé að dunda sér við að róa á bátnum í ellinni því hann hélt uppá 75 ára afmæli sitt núna í apríl.
.  hefur báturinn landað 4641 kg af grásleppuhrognum til ársins 2011.
frá 2012 hefur báturinn landað 12 tonnum af grásleppu,

stærsta löndunin hjá Grími ZZ er 864 kíló.

Grímur þessi telst því vera einn af þessum þremur bátum undir 2 BT sem eru á grálseppu.


Grímur 

Grímur Myndir Grétar Þór