Loðna og 52 tonn af þorski,2016

Nú er loðnuvertíðinni lokið eins og fram kemur í smá frétt sem lesa má HÉRNA.


Eins og kemur fram þar þá var kvótinn ekki mikill eða einungis 98 þúsund tonn,

enn það vekur nokkra athygli hversu mikill þorskur kom í afla skipanna,

því samtals lönduðu loðnuskipin 52 tonnum af þorski,

Heimaey VE landaði mestum þorski eða 11 tonnum,
Það má geta þess að í löndun sem varð 23 febrúar þá kom Heimaey VE með rúm 700 tonn af loðnu og 8,4 tonn af þorski líka.  
það er nú ansi mikið magn af þorski í einni löndun á nót

Venus NS kom þar á eftir með 9,4 tonn af þorski,

Víkingur AK 7,2 tonn

og Beitir NK 5,1 tonn af þorski,


Heimaey VE mynd Hilma Steinarsdóttir