Loðnuvertíð 2016 lokið,2016

Já ekki var hún nú löng þessi loðnuvertíð árið 2016.  


kvótinn var nú ekki mikill eða einungis  98 þúsund tonn sem komu í hlut íslenskra skipa.  

Að auki þá fengu norsk skip að veiða loðnu hérna við land og grænlenskir bátar þá þar hafi aðalega verið Polar Amaroq verið að veiðum.  

loðnuvertíðin var ansi skrýtin, vegna þess að framan af í janúar og febrúar þá voru það norsku skipin sem voru að veiða loðnu og voru meðal annars að landa á höfnum á Austurlandinu.  

Íslensku skipin biðu með að veiðar loðnuna þar til að hún myndi henda betur í frystingu fyrir japansmarkað sem og að loðna yrði hrognafull, þannig að hægt væri að gera sem mest verðmæti úr þessum litla kvóta sem var.

Vilhelm Þorsteinsson EA var aflahæstur skipanna með 8789 tonn, stór hluti af þeim afla var unnin og frystur um borð,

3 önnur skip fóru yfir 6 þúsund tonn og var ansi  mjótt á milli þeirra,

Venus NS varð annar með 6488 tonn

Heimaey VE 6416 tonn og Víkingur AK 6409 tonn,

Álsey VE var svo í sæti númer fimm með 5896.

annars má sjá nánar listann yfir afla skipanna  HÉRNA



Vilhelm Þorsteinsson EA mynd Árni S Þ