Lokadagur vertíðarinnar árið 2016 í dag

11.maí 2016.


kanski ekki merkilegur dagur í augum margra íslendinga , enn hann er það í minum augum.   því þetta telst vera lokadagurinn á vetrarvertíðinni,

á árum áður þá var oft mikill slagur daganna fyrri Lokadaginn og var oft barist fram á síðasta dag um að verða aflahæstur.  þá var iðulega miðað við netin enda voru þá netaveiðarnar mun meiri enn eru í dag,

ég mun aðeins fjalla um vertíðina hérna á þessari síðu , enn þó mun aðalgreinin verða birt í Sjómannadagsblaði Fiskifrétta.  þar verður farið nánar útí vertíðina 2016 og til samanburðar þá verður vertíðin árið 1966 skoðuð.

alveg frá því ég fór að reikna og fylgjast með vertíðum og sérstaklega þegar ég komst í gömlu aflatölurnar þá þurti ég að setja mér eitthvað viðmið. og þá ákvað ég að nota töluna 400.
400 tonn, sem þýðir að ef bátur nær að fiska yfir 400 tonn á vertíðini þá kemst hann á lista.  með þessari tölu þá er hægt að fá góðan samanburð á milli vertíða.

undanfarin ár þá hafa þetta verið í kringum 90 bátar sem hafa náð yfir 400 tonnin, enn á árunum t.d fyrir 1970 þá voru þeir allt upp 400 bátar sem yfir 400 tonnin komust.  

Núna´þessari vertíð þá er nokkuð ljóst að Þórsnes SH verður aflahæsti netbáturinn, 

enn slagurinn um hver verður hæstur á vertíðinni sjálfri stendur eiginlega á milli Frosta ÞH og Steinunnar SF.  

hjá smábátunum að 15 BT þá hef ég miðað við 200 tonnin,


Þórsnes SH Mynd Jóhann Ragnarsson