Mættur aftur í slaginn!!,2015

Það hefur frekar lítið farið fyrir skipstjóranum Sverri Þór Jónssyni  núna undanfarið.  Sverrir sem er hvað þekktastur fyrir útgerð sína á Höppudís GK, enn með þeim báti þá setti hann nokkur met þótt að báturinn væri kvótalaus.  

Hann var einn af þeim fyrstu af línubátunum sunnanlands sem fór til veiðar á austurlandinu á línu.
Síðan Það ævintýri kláraðist þá var hann t.d með Steina GK og Lágey ÞH.  

Núna hefur Sverrir tekið við skipstjórn á Steinunni HF sem áður hét Sæbliki SH og þar áður Sigrún Hrönn ÞH.
Steinunn HF er gerð út af Kampi sem gerir út Kristján HF, enn Kristján HF er balabátur enn STeinunn HF er með beitningavél.  

Ansi óhætt er að segja að Sverrir sé mættur í slaginn aftur því að á listanum bátar að 15 BT núna nýjasta þá var báturinn hæstur inná listann með um 39 tonn í 4 róðrum og er kominn í annað sætið á eftir Einari Hálfdáns ÍS .

Verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun ganga í slag við hina bátanna 

Steinunn HF áður Sigrún Hrönn SH Mynd Þorgeir Baldursson

Sverrir Þór Mynd Alfons Finnson