Makrílveisla í Sandgerði,2015

Makríl veiði krókabátanna er heldur betur að hressast.


og það er smá breyting á honum núna því að núna hafa bátarnri verið að mokveiða hann fyrir utan Sandgerði enn í fyrra þá var t.d mikið af honum veitt útfrá Garði og að Keflavík.

Reynir Sveinsson faðir minn var á bryggjunni í Sandgerði núna í kvöld og myndaði þar bátanna enn þeir voru allir með fullfermi af makríl sem var góður og vænn.   Öll kör voru full í öllum bátunum 



Verið að landa.  Fremst Addi Afi GK.  svo Guðrún Petrína GK. þar á eftir Hringur GK og síðan Pálína Ágústdóttir GK

Addi Afi GK.

Guðrún Petrína GK

Hringur GK

Pálína Ágústdóttir GK

Gísli skipstjóri á Pálínu Ágústdóttir GK að ísa

Makríll í tugatali

Landað úr Guðrúnu Petínu GK.  Myndir Reynir SVeinsson