Máni ÞH með stóran grásleppuróður2016
Núna eru svo til alliir listarnir komnir í gang fyrir apríl hérna á Aflafrettir.is,
það sem einkennir þá eru hversu margir grásleppubátar eru á listunum. þeir einoka t.d listann bátar að 13 BT og listann bátar að 8 BT.
sömuleiðis eru nokkrir inná listanum bátar að 15 BT,
einn af þeim bátum sem þar eru á listanum er líka einn af örfáum stálbátum sem eru minni enn 15 BT sem er gerður út hérna við landið, og það sem meira er að vanalega er einungis einn maður að róa á bátnum,
Máni ÞH sem Þórður Birgisson á og er skipstjóri á .
Þórður var búinn að vera að róa á Mána ÞH á línu í allan vetur og gengið nokkuð vel og alltaf verið einn um borð. Reyndar núna þegar Máni ÞH er á grásleppu þá er mágur Þórðar að róa á Mána ÞH með Þórði.
Máni ÞH byrjaði á grásleppunni núna í apríl og byrjaði vægast sagt ansi vel. því Máni ÞH kom með í land 7,6 tonn í einni löndun.
Þórður sagði að hann hefði fengið þann afla í 117 net sem voru 20 trossur.
Þess má geta að í næsta róðri þá kom Máni ÞH með um 6 tonn í land.
eins og sést á mynd sem fylgir fréttinni þá ber báturinn þennan afla ansi vel,
Vel hugsað um grásleppuna
Grenilegt er að strákarnir á Mána ÞH hugsa vel um að koma með gott hráefni í land vegna þess að þeir ganga ansi vel um grásleppuna, eins og Þórður sagði, " við erum með nokkur kör á dekkinu, erum með 20 kör um borð. teljum 90 stykki í kar svo eru körin fyllt með sjó. Við tökum með okkur ís sem samsvara tveimur 1000 lítra körum. hugsum um þetta sem mat".
Hugsun um þetta sem mat. ansi vel orðað hjá Þórði

Máni ÞH með 7,6 tonn, Mynd Þórður Birgisson,