Metafli hjá Sigurbjörgu ÓF ,2016
Veiði frystitogaranna sem hafa verið að fara í Barnetshafið hefur verið ansi góð núna í ár,. All mörg íslenskir frystitogara hafa farið þarna uppeftir og iðulega eru það stórir togarar. t.d Þerney RE, Kleifaberg RE, Arnar HU, Mánaberg GK og Gnúpur GK.
Sigurbjörg ÓF sem er frekar minni togari enn hinir fór eina ferð núna í júní þarna uppeftir og gekk alveg feiknarleg vel.
Reyndar svo vel að togarinn kom til Noregs og landaði þar afla sem án efa er mesti afli sem Sigurbjörg ÓF hefur landað sem frystitogari. Enn uppúr skipinu komu samtals 622 tonn og af því þá voru 567 tonn af þorski,
Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF sagði í samtali við Aflafrettir að túrinn hefði verið mánuður í heildina með siglingu til og frá miðunum. ef það er dregið frá þá var skipið við veiðar í einungis 20 daga og er því aflinn á dag liðlega 31 tonn dag.
Vilhjálmur sagði að þeir hefðu verið á veiðum í barnetshafinu allan tímann og vegna þess hversu góð veiðin var þá var skipið svo til jafn mikið á reki og á togi.
Þessi afli yfir 600 tonn uppúr sjó er einn stærsti túrinn sem Sigurbjörg ÓF hefur landað sem frystitogari og sagði Vilhjálmur að lestin í skipinu hefði verið orðin alveg full uppí lúgu og hafði verið sett líka í frystigeymsluna sem kokkurinn var með.
Hingað til þá hefur Mánaberg ÓF séð um að veiða kvótann sem Rammi ehf fær úthlutað í Barnetshafinu enn Rammi leigði kvóta af Rússum sem varð til þess að áhöfnin á Sigurbjörgu ÓF smellti sér þarna uppeftir og smekkfyllti skipið. .
Eins og Vilhjálmur orðaði það svo flott sjálfur, " hún er seig gamla konan".

Sigurbjörg ÓF mynd Rammi.is