Metmánuður hjá Berglínu GK,2015
Það er greinilega nóg af fiski í sjónum, og bæði línubátarnir og togarnir okkar hafa heldur betur fiskað vel.
núna á nýjsta botnvörpulistanum þá mátti sjá heldur betur óvænt.
Litla Berglín GK sem flokkast sem 4 milna togari og getur tekið í fullfermi eitthvað um 118 tonn óslægt er kominn með risamánuð og kominn frammúr öllum stóru togurunum og er í öðru sætinu á eftir Málmey SK,
Berglín GK er búinn að vera að veiðum á Halanum fyrir vestan og hefur landað á Ísafirði og hefur því öllum aflanum verið ekið suður til Garðs til vinnslu,
lítum aðeins og túranna,
Löndun númer 1,
118 tonn eftir 3 daga á veiðum, um 39,1 tonn á dag. og er þetta stærsta löndun togarans í nóvember
löndun númer 2,
63 tonn í eftir 2 daga á veíðum um 31,5 tonn á dag
löndun númer 3,
100,6 tonn eftir 4 daga á veíðum, um 25 tonn á dag.
löndun númer 4.
63,1 tonn eftir um 1 og hálfan dag á veiðum, um 42 tonn á dag,
löndun númer 5.
77 tonn eftir 2 daga á veiðum, um 38,5 tonn á dag,
löndun ´númer 6.
75,7 tonn eftir 3 daga á veiðum, um 25 tonn á dag,
Löndun númer 7,
110,3 tonn eftir um 3 daga á veiðum og gerir það tæp 37 tonn á dag,
og löndun númer 8.,
104,5 tonn eftir 2 daga á veiðum og gerir það um 53 tonn á dag,
þetta er þvílíkur afli og er Berglín GK kominn í 711 tonn og er þetta mesti afli sem að togarinn hefur nokkurin tíman náð á einum mánuði og líklegast er þetta mesti afli sem að 4 mílna togari hefur náð hérna á landi.
Reyndar er þetta ævintýri ekki búið því Berglín GK kom suður og því á væntanlega eftir að koma ein löndun til viðbótar við þessu ævintýri hjá Berglínu GK,

Berglín GK Mynd Markús valsson