Mikil sæbjúguveiði hjá Kletti MB,2016

Ansi mikil sæbjúguveiði var hjá þeim bátum sem voru að róa frá Austurlandinu aðalega þá frá Djúpavogi núna í apríl og maí.  svo mikil var veiðin að t.d Sæfari ÁR og Klettur MB komust báðir vel yfir 230 tonn í maí sitthvor báturinn.


Enn þetta gaman endaði þannig að Sjávarútvegsráðuneytið gaf út það að bannað væri að veiða sæbjúgu við austurlandið.  

Þetta gerði það að verkum að bátarni þurftu að koma í Faxaflóann enn þar hafði Drífa GK verið að veiðum,

svo til enginn sæbjúgubátur landaði afla í júní, enn í byrjun júlí þá hóf Klettur MB veiðar , fyrst í Faxaflóanum enn færði sig síðan vestur í Ísafjarðardjúp og landaði í Bolungarvík.

óhætt er að segja að veiðar hjá Kletti MB hafi gengið feiknarlega vel ,því samtals hefur Klettur MB landað núna í júl 178,5 tonnum í 16 róðrum eða 11,1 tonn í róðri.

mestur afli í róðri er tæp 17 tonn.

áætlað aflaverðmæti þessa afla er um 13,4 milljónir króna.

það má geta þess að þegar að báturinn fór til Bolungarvíkur þá var ekkert verið að hanga í landi þar, því  áhöfnin á Kletti MB undir skipstjórn Bergs Garðarsonar réri 11 daga samfellt og landaði á þessum 11 dögum 130 tonn.  

Klettur MB Mynd Magnús Þór Hafsteinsson