Miklar breytingar á Otri II ÍS ,2016
Eins og sést hefur núna á lista bátar að 15 Bt í febrúar þá hefur nýtt nafn verið þar að slást um toppinn og er það Otur II ÍS frá Bolungarvík.
Otur II ÍS hét áður Jonni SI og var keyptur vestur í fyrra enn fór í miklar endurbætur sem tóku hátt í 4 mánuði að gera,
Báturinn var allur tekin í gegn, styrktur og sprauður, sett pera á bátinn og skutkassi, Ný 700 hestafla aðalvél frá Yanmar með þurrpústi var sett í bátinn, Skutskrúfa, ný lest og olíutankur.
ný siglingartæki og öll veiðarfæri ný frá beiti.
Einar Ási Guðmundsson er skipstjóri á Otur II ÍS enn hann gerðir ansi góða hluti á Björg Hauks ÍS núna haustið 2015, enn sama útgerðarfyrirtæki á Björg Hauks ÍS og Otur II ÍS .

Otur II ÍS eftir breytingar. og þerna er hann með 11 tonn innanborðs Mynd Matthías Sveinsson.

Jonni SI fyrir breytingar, Mynd Guðmundur Gauti SVeinsson.