Miklar framkvæmdir á Eskifirði,2016

Samningur við Eskju um nýja verksmiðju á Eskifirði til vinnslu á uppsjávarafiski til manneldis


Skaginn hf. á Akranesi ásamt samstarfsfyrirtækjum sínum Frost ehf. og Rafeyri ehf. á Akureyri hefur samið við Eskju hf. um smíði og uppsetningu á búnaði í nýja verksmiðju fyrir vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis á Eskifirði. Verksmiðjan verður í nýju 7.000 fermetra stálgrindarhúsi og er áætlað að hún taki til starfa í september á þessu ári eða eftir aðeins rúmt hálft ár. Stefnt er að því að í verksmiðjunni verði hægt að frysta um 700 til 900 tonn afurða á sólarhring í 1.200 tonn. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrirtækin þrjú mynda með sér bandalag um verk sem þetta en fyrri verkin voru tvær sambærilegar verksmiðjur í Færeyjum á árunum 2012 og 2014.


Verkefnið mun skapa fjölmörg störf víðs vegar um landið. Stærsti hluti smíðinnar mun fara fram á Akranesi hjá Skaganum, systurfyrirtækinu Þorgeir & Ellert hf. og fjölmörgum öðrum fyrirtækjum í bænum. Á Akureyri eru það samstarfsfyrirtækin Frost og Rafeyri ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum. Á Ísafirði mun systurfyriræki Skagans, 3X Technology ehf. sjá um stóran hluta smíðinnar ásamt samstarfsfyrirtækjum þar. Í Garðabæ koma að verkinu fyrirtækin Style ehf. og Marel Iceland ehf. auk starfsstöðvar Frosts þar. SR vélaverkstæði hf. á Siglufirði mun einnig koma að verkinu auk fjölmargra minni fyrirtækja víðs vegar um land.


Það er verkfræðistofan Efla á Austurlandi sem sér um hönnun verksmiðjuhússins og mun framkvæmdin verða í höndum verktaka á Eskifirði og í nágrenni.


Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans segir verkefnið það stærsta sem fyrirtækið, ásamt samstarfsaðilum, hafi tekið að sér til þessa. „Bandalag þessara fyrirtækja hefur gert það að verkum að við ráðum vel við verk af þessu umfangi. Þetta er mikil áskorun fyrir okkur og um leið mikil viðurkenning á öllum þeim fyrirtækjum sem að verkinu standa og starfsmönnum þeirra. Stjórnendur Eskju hafa sýnt okkur mikið traust í undirbúningnum sem hefur tekið langan tíma og miðar að því að skila Eskju verksmiðju sem verður í fararbroddi hvað gæði, tækni, nýtingu, afköst og hagkvæmni varðar. Verkefni af þessu tagi er mikilvægt fyrir landsbyggðina og mun styrkja íslenskan sjávarútveg og framsækin tæknifyrirtæki sem þjónusta greinina.“


Í framhaldi af þessu má geta þess að nýtt skip verður keypt í staðinn fyrir Aðalstein Jónsson SU, enn Aðalsteinn Jónsson SU hefur fryst um borð og verður nýja skipið þannig að enginn frysting verður í skipinu, heldur öflugir kælitankar sem geta komið með hráefnið sem ferskast til vinnslu í landi,


Eskja gerir út ásamt Aðalsteini Jónssyni SU,  Jón Kjartansson SU og aflamarksbátinn Hafdísi SU enn aflinn frá Hafdísi SU er unnin í fiskvinnslu Eskju sem er staðsett í Hafnarfirði, enn enginn fiskvinnsla er á Eskifirði, enn þar var lengi vel fiskvinnsla þegar togararnir Hólmanes SU og Hólmatindur SU voru gerðir út þaðan,



Aðalstenn Jónsson SU Mynd Ingi Ragnarsson.