Mokafli hjá Guðrúnu Petrínu GK,2015
Núna eru margir línubátar frá Suðurnesjunum farnir á flakk víða um landið til veiða. flestir fara til Austfjarða, enn þó eru líka nokkrir að landa á Skagaströnd.
Birgir Þór Guðmundsson skipstjóri á Guðrúnu Petrínu GK fékk ansi góðan róður núna fyrir þjóðhátíðadaginn .
Hann hafði heyrt af því að Jóhanna Gísladóttir GK hafði fengið nokkuð gott á síðustu löngnina sína útá Óðinsboða og þangað fór hann á Guðrúnu Petrínu GK með 36 bala. 420 króka,
Lögðu þeir línuna á 50 til 90 faðma dýpi og veið var ansi góð. í raun það góð að um metafla var að ræða þegar að Guðrún Petrína GK kom til hafnar á Skagaströnd. var þá aflinn 10,5 tonn og af því var þorskur 8,6 tonn. þetta gerir 292 kíló á bala
Að sögn Bigga þá var báturinn einn þarna á veiðum enn Akraberg ÓF var næsti bátur um 8 mílum norðar. Rjómablíða var á miðunum og bar báturinn aflann mjög vel. var jafnsiginn og ekkert á kafi af aftan,
Lestin í bátnum var lúgufull og smávegis laust á dekki.
Vegna þess hversu mikill afli var á markaðnum þennan dag þá losaði þorskurinn um 300 krónur og stóri þorskurinn á um 370 krónur
Þessi afli 10,5 tonn er langmesti afli sem að báturinn hefur komið með að landi í einni löndun og í raun má segja að aflinn sé jafn mikill og báturinn er í BT. enn Guðrún Petrína GK er 10,7 tonn að stærð.
Ekki er til mynd af bátnum með 10,5 tonn enn Biggi slær ekki stöku við því núna í dag 18.júní þá kom báturin með 9 tonn að landi á 30 bala,, sem eru um 300 kíló á bala,

Guðrún Petrína GK með 9 tonn. Mynd Birgir Þór Guðmundsson.
Það má geta þess að myndband sem Biggi tók af 10,5 tonnunum er á FAcebook síðu Aflafretta