Mokmánuður hjá Hvanney SF ,2016
Undanfarin ár þá hefur neta og dragnótabáturin Hvanney SF frá Hornafirði verið á dragnót í maí og hefur iðulega mokfiskað
og þessi maí mánuður er það enginn eftirbátur hinna. því núna samkvæmt nýjustu aflatölum sem eru á listanum sem kom á síðuna þá er báturinn kominn yfir 600 tonnin
Hvanney SF byrjaði á dragnót í byrjun maí og fyrsta löndun var 40 tonn. deginum eftir kom báturinn 53 tonn sem er rosalegur afli á aðeins einum degi,
AF þessum 600 tonna afla þá er 240 tonn af ýsu, 144 tonn af þorski, 121 tonn af steinbít og 72 tonn af skarkola
þennan afla hefur Hvanney SF fengið í aðeins 16 róðrum og gerir það 38 tonn í róðri,

Hvanney SF mynd Þorsteinn Guðmundsson