Mokveiði á rækju við Breiðarfjörðin,2016

Núna er búið að opna fyrir rækjuveiðar við Breiðarfjörðin og hefur verið mokveiði hjá þeim bátum sem stunda þar veiðar.  


Kvótinn
Úthlutað var kvóta uppá um 778 tonn og dreifðist hann á ansi mörg skip eða alls 86 skip.

mörg þessara skipa eru hætt veiðum og meira segja búið að rífa suma af þessum 86 bátum, einnig eru þarna í þessum hópi bátar sem ekki hafa stundað rækjuveiðar undanfarin ár.  
af þessum 778 tonna kvóta þá er 98 tonn úthlutað á báta og skip, sem hafa aldrei stundað rækjuveiðar eða búið að úrelda

T.d er Ásgrímur Halldórsson SF með 1,8 tonn úhlutað.
Jóna Eðvalds SF 3,5 tonn úhlútað.
Hákon EA er með 21 tonn úhlutað,
Þórsnes SH 12,8 tonn úthlutað,

Af þeim bátum sem eru að stunda þessar veiðar þá er Siguborg SH með mestan kvóta
eða 198 tonn
Ísborg ÍS er með 150 tonn úthlutað
Farsæll SH 115,8 tonn
Valbjörn ÍS 116,1 tonn
Matthías SH 81 tonn
Vesri BA 77 tonn
Dröfn RE 36,5 tonn.


Veiðin.
Dagur SK er að veiða kvóta sem að Röst SK var búinn að afla sér og er Dagur SK með um 90 tonna kvóta.  hefur landað einu sinni 25,1 tonn,
Matthías SH hefur landað tvisvar 26 tonnum,

Farsæll SH 71 tonni í þremur löndunum og mest 29,6 tonn,

Vestri BA hefur fiskað vel og landað 91,5 tonn og mest 31,5 tonn,
Sigurborg SH hefur landað tvisvar samtals 70,7 tonnum og mest 36,5 tonn í einni löndun,

Þess má geta að allir þessir bátar hafa landað afla á Grundarfirði,
Miðað við þessa góðu veiði þá verða bátarnir fljótir að klára kvótanna sína enn með millifærslum af þeim bátum sem ekki ætla sér á þessar veiðar er kanski hægt að lengja veiðitímabilið hjá bátunum, ekki nema það verði aukin kvótinn á þessu svæði.


Sigurborg SH Mynd Robert Tomasz