Mokveiði hjá Málmey SK,2015
Togarinn Málmey SK hóf veiðar í fyrra eftir ansi miklar breytingar þar sem að skipinu var breytt úr frystitogara og yfir í ísfiskstogara. Sett var meðal annars í skipið kælisnigil.
greinilegt er að afkastagetan á sniglinum sem og að koma fiskinum í gegnum kerfið í skipinu er orðin nokkuð góð því að togarinn er búinn að vera að mokveiða.
í byrjun júní þá kom togarinn með 194 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum.
það gerir um 49 tonn á dag.
Þar var þorskur uppistaðan í aflanum eða 174 tonn.
Næsti túr á eftir var ansi góður og í raun fyrsti túrinn sem togarinn nær að koma með sem er yfir 200 tonnin.
kom Málmey SK með 211 tonn eftir 6 daga túr eða 35 tonn á dag.
af þeim afla þá var þorskur 200 tonn
hefur því togarinn landað um 410 tonnum í aðeins tveimur löndunum.
Togarinn hefur verið að veiðum við vestfirðina og þar er greinilega nóg af þorski.
Málmey SK Mynd Guðmundur Gauti Sveinsson