Mokveiði hjá Von GK. yfir 500 kíló á bala.,2016
Páskarnir koma ansi snemma núna þetta árið. það gerir það að verkum að sjósókn í mars verður fremur lítil núna þar sem að flestir stoppa um páskanna,
vetrarvertíðin er þó í fullum gangi og veiðar línubáta víða um land hefur verið ansi góð. bátar sem hafa t.d róið frá Sandgerði hafa fiskað ansi vel.
Hafþór Þórðarson skipstjóri á Von GK réri frá Sandgerði og fór út um 22 sjómílur á stað sem heitir Hólakantur. þar lögðu þeir 13 þúsund króka og lentu heldur betur í mokveiði,
Um borð í Von GK eru fjórir kallar og fengur þeir heldur nóg að gera þegar byrjað var að draga línuna.
því hægt og rólega þá fylltist lestin á bátnum og svo á endanum var fiskur kominn útum allan bát.
Þegar til Sandgerðis var komið þá var farið að landa og komu uppúr Von GK 17,5 tonn. og áætlaði Helgi Þór Haraldson sem er á Von GK að við endurvigtun myndi túrinn gera um 16 tonn,
Eftir löndun þá fór Von GK strax út aftur og lagði þá á skilunum og kom til hafnar með 7 tonn.
Ef þessi 17,5 tonna róður er umreiknaður í bala þá sést betur hversu mikið mok þetta var,
13 þúsund krókar eru um 29 balar miðað við 450 króka. og er þetta þá 601 kíló á bala,
þó svo að reiknað sé með í kringum 16 tonn þá er aflinn samt 551 kíló á bala sem er bara mok.
Vegna þess að ég var í rútuferð þennan dag þegar að Von GK kom til Sandgerðis þá sendi ég pabba til þess að taka myndir af Von GK og koma þær hérna að neðan,

Von GK kominn inní Sandgerðishöfn, drekkhlaðinn,

Von GK að sigla inn.

Komið að bryggju,

Öll áhöfnin . Framan við Von GK var svo handfærabáturinn Eyja GK að landa 700 kg.

Byrjað var að hífa upp að aftan,
Myndir Reynir Sveinsson,