Muggur KE seldur,2016

ÞEtta er nú reyndar ekki nýskeð.  enn Muggur KE sem var einnig skráður Muggur HU var seldur í desember árið 2015 til Þórshafnar til Ísfélagið þar í bæ.  Með í kaupunum fylgdi allur kvótinn sem á bátnum var og var kvótinn töluverður eða 532 tonn miðað við úthlutun núna 2015 til 2016.


Muggur KE undir stjórn Jóa komst oft í fréttirnar á Aflafrettir.is  og eftir að Dögg SU setti íslandsmetið í mestum afla 15 tonna báta á landinu þegar að Dögg SU kom með um 24 tonn í land í einn i löndun, þá voru flestir sammála um að eini 15 tonna báturinn sem gæti slegið þetta met með góður væri Muggur KE.   Muggur KE var smíðaður hjá Sólplasti í Sandgerði og er einn af fáum 15 tonna bátum sem hafa verið smíðaðir þar.  

Sem dæmi um burðargetuna þá var nú síðurhöfundur eitt sinn á bryggjunni í Sandgerði þegar að Muggur KE kom þangað með um 15 tonn sem allt var í lestinni á bátnum og það var ekki að sjá að hann væri mikið siginn með þennan afla,

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Litlanes ÞH 3 og hefur báturinn hafið veiðar .

og hefur Litlanes ÞH landað um 18 tonnum í 4 róðrum mest tæp 8 tonn í einni löndun.  Báturinn byrjaði á Þórshöfn enn færði sig síðan til Djúpavogs og Breiðdalsvíkur,

Muggur KE Núna Litlanes ÞH 3 Mynd Jóhann Ragnarsson