Njáll RE dregin til hafnar,2015

í gegnum árin þá hefur Sandgerði verið alltaf ansi stór og mikil verstöð þar sem ansi margir bátar hafa lagt leið sína til þess að gera út frá.


Bátar hafa komið og farið enn þó eru þarna tveir bátar sem báðir eru skipaðir að mestu Sandgerðingum sem hafa haldið sig  í útgerð í Sandgerði í hátt í 30 ár hvor bátur.
Njáll RE sem Hjörtur Jóhannsson er skipstjóri á og Örn GK ( áður Örn KE) sem Karl Ólafsson er skipstjóri á.  Reyndar var  það þannig að áður enn Örn GK kom þá var Karl skipstjóri á Haferni KE sem var síðan seldur þegar að Örn GK kom.

Báðir bátarnir voru að veiðum 4 mílur út frá Hafnarberginu núna fyrirnokkrum dögum síðan þegar að Mitsubishi vélin í Njáli RE missti skyndilega smurolíuna og drap á sér.  Ekki var hægt að koma henni í gang aftur og tók því Örn GK Njál RE í tog til Sandgerðis.  Að sögn Hjartar skipstjóra á Njálnum var enginn hætta á ferðum enda gott veður og heimferðin gekk vel.
Búið er að taka vélina frá borði.  Vélin er 270 hestöfl og búinn að vera í bátnum síðan 2006.  Verður vélin endurbyggð.  Áætlaði Hjörtur að Njáll RE myndi fara á sjóinn aftur einhvern tímann í ágúst.



Njáll RE mynd Jóhann Ragnarsson


Örn GK mynd Ragnar Pálsson