Nú er ég steinhættur á sjó,2015
Þessi fleygu orð sem mynda fyrirsögnina í þessum pistli eru höfð eftir skipstjóranum Herði Bjarnarsyni þegar að hann kom í land á Þórði Jónassyni EA eftir að hafa verið þar um borð sem skipstjóri í 32 ár. Var þetta árið 2000.
núna 15 árum síðar þá keypti GPG fiskverkunin á Húsavík bátinn sem hafði heitið árið Gullhólmi SH. Í samtali við Aflafrettir þá sagði Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri að planið væri að finna eitthvað gott og virðulegt nafn á bátinn,
Enn bátarnir sem að GPG hefur átt hafa verið nefndir eftir eyjunum utan við Húsavík. t.d Háey, Lágey og Bjargey. Auk
Og já nafnið sem að Gunnlaugur og hans fólk í GPG valdi er svo sannarlega virðulegt. því að nafnið á bátnum var valið Hörður Björnsson ÞH í höfðuðið á skipstjórnum sem sagðist vera steinhættur á sjó.
Sannarlega flott nafn og virðingarvert hjá GPG mönnum að heiða Hörð Björnsson skipstjóra með því að láta nýja bátinn heita í höfðið á honum,
Var á Húsavík og tölti niður að bryggju og smellti nokkrum myndum að bátnum sem er glæsilegur að sjá

Fallegur liturinn á bátnum

merkilegt að skoða framendan sjá má fyrst nýja nafnið. svo Þórður Jónasson og svo RE 350 þar undir enn þegar að báturinn var smíðaður þá var hann með skráninguna RE 350 í nokkra mánuði, og merkilegt að þetta sé þarna ennþá

Tilbúinn á trollið líka


Hinum meginn liggur svo Jökull ÞH og er hann með svarta leppin yfir gluggunum.
Myndi Gísli Reynisson