Nýr bátur frá Trefjum. og það með sjókælitank2016
Bjarni Sigurðsson í Noregi að fá nýjan bát og hann er nokkuð merkilegur. örugglega einn af minni eða minnsti báturinn sem er með sjókælitank eða lest í sér
Útgerðarfélagið West Atlantic AS í Tromsø í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Bjarni Sigurðsson. Íslendingur sem verið hefur búsettur í Noregi í áratugi. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Jorunn B. Báturinn mælist 9brúttótonn. Jorunn B er af gerðinni Cleopatra 31. Báturinn er sérútbúinn til neta veiða á lifandi grásleppu. Sjótankur er í lest til að auðvelda flutning á lifandi fiski. Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT N67 420hö tengd ZF286IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar. Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu að framan tengdri sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til netaveiða. Með netaborði og netniðurleggjara. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12stk 380L kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.