Nýr bátur til Stakkavíkur ehf,2015
Útgerðarfyritækið Stakkavík í Grindavík sem er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins í krókaaflamarkinu var að kaupa sér nýjan bát núna á dögunum ,
Eftir að reglum um stærð krókabáta var breytt á þann veg að leyft var að hafa bátanna allt upp að 30 tonn að stærð á lét Stakkavík smíða fyrir sig nýjan 30 tonna plastbát sem heitir Óli á STað GK. átti annar samskonar plastbátur að koma enn einhvern seinkun er orðin á smíði þess báts,
auk Óla á Stað GK þá lét STakkavík ehf lengja Unu SU og byggja yfir hann . auk þess var byggt yfir Guðbjörgu GK. Núna hefur Stakkavík seld Guðbjörgu GK til Sigga Alla og lét þann bát upp í kínabátinn Kristbjörgu HF.
þetta vekur nokkra athygli þar sem að Kristbjörg HF er aflamarksbátur enn hingað til þá hefur Stakkavík einbeitt sér að bátum í krókaaflamarkskerfinu Reyndar er sérstakt kvótaþak á útgerðir í krókaaflamarkinu og hefur Stakkavík verið í kringum þetta þak og fyrir ofan það undanfarin ár.
Til þess að komast undir þakið þá mun Stakkavík þurfa að selja frá sér heimildir í krókaaflamarkinu og auka við sig í aflamarkinu enda eru núna komnir tveir balabátar í því kerfi núna,
Gulltoppur GK og Kristbjörg HF
Eins og staðan er núna þá er úthlutaði kvóti STakkavíkur um 4200 tonn í þorskígildum, enn af því eru 3169 tonn í krókaaflamakrinu og restin er vistuð á Gulltoppi GK sem er aflamarksbátur
Kristbjörg HF hefur hafið veiðar enn Baldur sem var skipstjóri á Guðbjörgu GK hefur tekið við Kristbjörgu HF og er báturinn á balalínu frá Siglufirði, og er kvótinn fengið frá Gulltoppi GK

Kristbjörg HF áður Kristinn SH mynd Jósef Ægir