Nýr Gáska bátur,2016
Nokkrir svo kallaðir Gáska bátar hafa verið gerðir út hérna með nokkuð góðum árangri hérna á Íslandi undanfarin ár. Stakkavík í Grindavík gerði lengi vel út 3 svoleiðis báta sem hétu Hópsnes GK, Þórkatla GK og Óli á STað GK núna er búið að selja alla þá báta og heita þeir Halldór NS, Særún EA og Sunnutindur SU. Daðey GK er líka gáskabátur sem hefur kanski verið hvað lengst af af þessum bátum,., svo er Guðmundur á Hópi GK líka gáskabátur.
Ekki hafa verið smíðaðir margir gáska bátar hérna undanfarin ár, þangað til núna að fyrsti gáskabáturinn eða Mótunarbáturinn var sjósettur á Sauðarkróki. Sá bátur hefur fengið nafnið Agla ÁR 79. Sá bátur er af tegundinni Gáski 1180 enn hann er því nokkuð minni enn bátarnir sem að ofan eru taldir, enn þeir eru flestir Gáski 1280.
Stella GK og Álfur SH eru Gáski 1100,
Nýi báturinn er tæpir 12 metrar að lengd og var smíðaður hjá fyrirtækinu Mótun. Fyrirtækið Mótun var stofnað á Sauðárkróki í ársbyrjun 2014, eftir nokkurra ára undirbúningsferli, og er það í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga og Skagafjarðarhraðlestarinnar. Samhliða var komið á laggirnar nýrri námsbraut við FNV, í því skyni að efla þekkingu á trefjaiðnaði á svæðinu.


Ansi mikið dekkpláss,


Myndir Haraldur Birgisson.