Nýr Gullhólmi SH,2015

Smá rútuferð norður til Akureyrar og kíki á bryggjuna,


Sá þá að þeir voru að prufa nýja Gullhólma SH útá Eyjafirðinum.  Kanski reyndi ekki mikið á sjóhæfni bátsins enn kaldaskítur var úti og gáraði sjórinn nokkurt

Báturinn er svo til Samskonar og Óli á Stað GK og Saga K, enn þó er Saga K ívíð stærri.  Reyndar sýnist mér að brúin á Gullhólma SH sé stærri enn á Ólá á Stað GK,

Veit að í Óla á Stað GK er 50 tommu flatskjár, veit ekki hvort þeir Gullhólmsmenn settu svo stórt tæki í bátinn.  


Skemmtilegt að hafa smá blátt til að brjóta upp þennan hvíta lit




Gullhólmi SH við prufu.  Myndir Gísli Reynisson