Nýr og stærri Einir SU,2015

Eitt allra fyrsta viðtalið sem ég tók við skipstjóra var árið 2008 þegar ég hafði samband við Gumma Gylfa skipstjórann á Eini  SU, enn þá hafði báturinn komið drekkhlaðinn til hafnar á Eskifirði með um 5,8 tonn , enn báturinn var ekki nema um 6 tonn.  


Aftur komst báturinn í fréttirnar og það ekki einungis á Aflafrettir , heldur útum allt þegar að báturinn var hálfsokkinn fyrir rúmu ári síðan þegar að lensidæla bilaði og sjór komst í bátinn.  tókst að koma bátnum til hafnar á Eskifirði og var hann þá æði siginn,

Núna hefur Gummi stækkað við sig og seldi gamla Eini SU til Vopnafjarðar þar sem báturinn fékk nafnið Börkur Frændi NS .

enn Gummi keypti í staðinn mun stærri bát sem hét áður Signý ÞH.

Nýi báturinn er tæpar 9 BT enn sá gamli var 6 BT.  er því Einir SU komin á annan lista, enn gamli báturinn var á listanum bátar að 8 BT enn sá nýi er á listanum bátar að 13 BT,
Sömuleiðis er nýi báturinn nokkru lengri og töluvert breiðari enn gamli báturinn


verður fróðlegt að sjá hvernig Gumma mun ganga á nýja bátnum

Gamli Einir SU hálfsokkinn við bryggju

Nýi Einir SU Mynd Gísli Reynisson