Nýr rækjubátur til Sauðárkróks,2016
Á sauðárkróki þar er rækjuverksmiðjan Dögun og hefur hún um árabil gert út bátinn Röst SK 17 til rækjuveiða. Sá bátur er kominn nokkuð til ára sinna og er orðin 50 ára gamall. smíðaður árið 1966.
Dögun hefur núna keypt nýjan rækjubát sem mun leysa af Röst SK, og mun nýi báturinn fá nafnið Dagur SK 17.
Dagur SK er reyndar kominn til Íslands, og liggur í Hafnarfjarðarhöfn.
Enn hvaða bátur er þetta.
Dagur SK var keyptur frá Írlandi í gegnum skipasöluna Álasund skipmiðlunina. á Írlandi hét báturinn Mark Away II og er báturinn smíðaður árið 1998 og er 27 metrar á lengd. ( nokkru styttri enn Röst SK sem er 34 metrar á lengd) Dagur SK er 8,5 metrar á breidd ( Röst SK er 7 metrar).
Um borð í Dag SK er Caterpillar vél CAT 3512B, og samkvæmt framleiðanda þá er vélin 1350 hestöfl,.
100 hestafla hliðarskrúfa af fram er í bátnum,
Báturinn mælist 361 tonn og er með lestarrými fyrir 55 tonn af fiski,miðað við í 660 lítra körum.
Um borð í bátnum eru 3 togvindur hver þeirra með um 20 tonna togkrafti. og getur hver þeirra verið með 2500 metra af 22 mm togvír. og getur því dregið tvö troll,
Óska Aflafrettir útgerð og áhöfn bátsins innilega til hamingju með nýjan bát,

Dagur SK mynd Jón Steinar Sæmundsson,