Nýtt og stærra Særif SH,2015

Það er orðið mikil aukning í 30 tonna plastbátunum og útgerðir á Snæfellsnesinu hafa fengið nokkra svona báta.  Fyrsti 30 tonna báturinn var einmitt frá Snæfellsnesinu og var það Bíldsey SH,  svo kom Kristinn SH.  núna í ár hafa svo tveir bátar bæst við og eru það Stakkhamar SH sem er á Rifi og Gullhólmi SH sem er á Stykkishólmi,


Núna hefur enn einn báturinn bæsti í hópinn.  og er það fyrrum Hálfdán Einarsson ÍS sem er gerður út frá Bolungarvík hefur verið seldur til Rifs og mun Arnar Laxdal Jóhannsson taka við skipstjórn á honum.  Arnar hefur verið skipstjóri í mörg ár á aflabátnuim Tryggva Eðvars SH.  

Nýi báturinn mun reyndar ekki koma í staðinn fyrir Tryggva Eðvarðs SH vegna þess að ARnar tók við Særifi SH fyrir snemma í haust og mun því nýi báturinn koma í staðin fyrir Særif SH.

Arnar laxdal sagði í samtali við Aflafrettir að með nýja bátnum væri verið að bæta aðbúnað áhafnar sem og meira lestarpláss sem gerir það að verkum að hráefnið verið betra.

Mun nýi báturinn koma til Rifs um miðjan Desember, og því væntanlega hefja veiðar á komandi vetrarvertíð 2016.  

Verður fróðlegt að sjá hvernig Arnari á nýja Særifi SH muni ganga í flokki með þeim bátum sem eru þar fyrir núna, t.d Hafdísi SU, Gísla Súrsson GK, Auður Vésteins, SU, Bíldsey SH og Óla á STað GK svo dæmi sé tekinn

Annað sem er fróðlegt að sjá , enn það er mun nýi báturinn frá Bláa litinn sem að Særif SH hefur skartað og gerir hann nokkuð örðuvísi enn hinar Cleopötrunar sem allar eru með rauða litinn.


Mynd Vikari.is