Nýtt Þórsnes SH,,2016
það er búið að ganga ansi vel hjá Þórsnesinu SH núna á vetrarvertíðinni 2016. enn innan tíðar þá mun núverandi bátur verða lagður til hliðar vegna þess að útgerðin sem gerir út Þórsnes SH hefur keypt nýjan bát sem mun koma í staðin fyrir núverandi Þórsnes SH.
Veidar I í Noregi hefur verið keyptur. sá bátur er smíðaður árið 1996, er 43,32 metrar á lengd, 10,5 metrar á breidd og mælist 879 tonn. um borð í bátnum er 1520 hestafla aðalvél,
Veidar I hefur ágætiskvótastöðu í Noregi og hefur núna frá áramótum landað samtals 1344 tonnum og því er þorskur um 680 tonn,
Gert er ráð fyrir að afhending á þessum báti verður eftir um eitt ár. og er nýi báturinn gerður til veiða bæði með línu og net
Gamla Þórsnes SH hét lengt af Keflvíkingur, undir því nafni var bátnum breytt í þá veru sem hann lýtur út í dag. eftir nafnið Keflvíkngur KE var hann seldur til Nesfisks og fékk þar nafnið Bergur Vigfús GK ( síðuritari var á honum þá). og þaðan var hann seldur til Grindavíkur og fékk nafnið Marta Ágústdóttir GK.

Veidar I Mynd Magnar Lyngstad.