Ólafsvíkur bryggjurölt,2015
Túristavertíðinn mín á fullu, og næsturgisting hjá mér núna á Ólafsvík.
skellti mér á þvottaplan til þess að þrífa morð mikið af flugum sem voru framan á rútunni og þá kom þar að meistarinn sjálfur Alfons Finnson, eðda Fonsi eins og hann er kallaður.
Fonsi hefur látið mig fá mikið af myndum og var þetta í fyrsta skipti sem við hittumst.
kíkti svo á bryggjuna og þar voru Gunnar Bjarnarson SH að klára að landa 15 tonnum og Ólafur Bjarnarson SH að koma í land með 12 tonn. Auk þess lítll smábátur,
fékk mér bryggjurölt og myndaði smá.

Skellti mér um borð í Ólaf Bjarnarson SH enn þessi bátur er alltaf eins og mubla, og var þetta síðasti róðurinn hjá bátnum fyrir sumarfrí

Sonur Brynjars á Steinunni SH. miðað við bryggjuspjallið þá var að heyrast að hann væri einn sá harðasti sjóarinn þarna á nesinu. hehehe

Flott ýsa að koma upp. enn mest var að kola í aflanum

Ólafur Bjarnarson SH nýkominn að bryggju

Gunnar Bjarnarson SH að klára löndun og Hafrún SH gægist inn á myndina

Hafrún SH að koma í land. Myndir Gísli Reynisson