Örn GK 114,2015
EFtir að Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi tók yfir Miðnes HF sem þá var stærsti atvinnuveitandinn í Sandgerði og var með ansi marga báta og togara . og já líka Rafn HF sem var t.d með Mumma GK og fleiri báta þá hefur orðin mikil fækkun í bátaflota Sandgerðinga.
Eins og greint var frá í fyrra þá breyttist Örn KE yfir í Örn GK.
Báturinn fór í slipp núna í júní og kom á flott núna fyrir skömmu síðan, og Reynir SVeinsson faðir minn var þar á ferðinni og að sjálfsögðu var hann nokkuð ánægður með að bátafloti Sandgerðinga sem er víst stærsta löndunarhöfn landsins væri að aukast og já síðuritari er líka ánægður með það.

Örn GK 114

Myndir Reynir Sveinsson