Örn GK seldur,2016

Útgerðarfélagið Sólbakki hefur síðan árið 1999 gert út dragnótabátinn Örn KE sem reyndar breyttist í Örn GK fyrir nokkru síðan.  Þar á undan hafði fyrirtækið gert út annan dragnótabát sem hét Haförn KE sem vék fyrir nýjum Erni KE,.


Núna hefur báturinn verið seldur.  Hann fer reyndar ekki langt vegna þess að Stakkavík í Grindavík hefur keypt bátinn ásamt öllum kvóta.  Samkvæmt úthlutun þessa árs þá er ansi stór kvóti á bátnum, eða um 1050 tonn í þorskígildum.  er þetta sala uppá um 2 og hálfan milljað króna.  

Ekki alls fyrir löngu síðan þá seldi Stakkavík frá sér Óla á Stað GK aðalega vegna þess að með þeirri sölu þá komst fyrirtæki undir kvótaþakið svokallaða í krókamarkinu.  

Stakkavík gerir út tvo aflamarksbáta, Gulltopp GK og Kristbjörg HF sem er reyndar kominn í Njarðvík þar sem á að lengja bátinn.

Örn GK verður afhentur Stakkavík 1.september næstkomandi og kemur þá í ljós hvað Stakkavík gerir við bátinn.  enn frá því Örn GK var smíðaður þá hefur hann einungis verið að róa á dragnót.


Örn GK Mynd Reynir SVeinsson,