Þórsnes SH hæstur netabátanna á vetíð 2016
Á árum áður þá var aðalveiðarfærið net sem bátarnir voru að nota og því hef ég þegar verið er að fjalla um vertíðina tekið netabátanna og fjallað sérstaklega um þá,
netaveiðarnar núna þessa vertíð var ansi góð og það góð að menn voru eiginlega í vandræðum með að fiska ekki of mikið.
fjórir netabátar komust yfir eitt þúsund tonnin.
í fjórða sætinu var Bárður SH með 1193 tonn í 116 róðrum
í þriðja sætinu var Glófaxi VE með 1195 tonn í 58. róðrum og jók Glófaxi VE afla sinn um liðlega 400 tonn á milli áranna 2015 og 2016.
í öðru sætinu var Erling KE með 1240 tonn í 77.
og langaflahæstur og kemur kanski ekki á óvart var
Þórsnes SH sem landað i 1622 tonn í 58 róðrum og er þetta mesti netaafli á vertíð á þessari öld,

Þórsnes SH Mynd Jóhann Ragnarsson