Þórsnes SH í rosalegri netaveiði,2016

veiðar netabátanna núna á vertíðinni hefur verið ansi góð og mokveiði hjá mörgum bátanna,
Einn af þeim bátum sem hafa fiskað ansi vel núna á vertíðinni er netabáturin Þórsnes SH sem er gerður út frá Stykkishólmi.   Reyndar hefur hann fiskað það vel að í janúar þá var Þórsnes SH aflahæstur með 257 tonn, í febrúar þá náði Þórsnes SH aftur að verða aflahæstu rmeð 395 tonn og núna í mars þá var Þórsnes SH í þriðja sæti með' 394 tonn,
Það stefnir allt í að Þórsnes SH verði aflahæstur netabátanna á vertíðinni 2016. því núna í apríl þá hefur báturinn heldur betur mokveitt og sérstaklega í síðustu tveimur löndunum ,
Átti að vera þægileg þriggja daga vinna
Í samtali við Aflafrettir þá sagði Margeir Jóhannesson að þeir hefðu vitað að hólfi sem var opið við látrabjarg rétt við rauðasand.  Þeir fóru út þangað á þriðjudegi og ætluðu að fiska í bátinn á þremur dögum og koma í land á föstudegi.  Það plan breyttist heldur betur.
Bjuggust ekkert við neinum  mokafla, enn eftir að hafa dregið 8 trossur þá voru kominn í bátinn 42 tonn sem gerir 5,3 tonn í trossu.

Risaróðurinn

F
óru þeir þá með þann afla í land enn skildu 5 trossur eftir í sjó.  fóru svo aftur út drógu þessar fimm trossur og lögðu svo 8 trossur   og aflinn heldur betur algert ævintýri,því í þessar 13 trossur landaði Þórsnes SH 82 tonnum eða um 6,3 tonn í trossu.

Margeir sagði að þorskurinn hefði verið eintómar beljur.  t.d var meðalþyngdin úr 42 tonna róðrinum 10,7 kíló miðað við slægt.  Það mikill fiskur var í sumum netunum að það þurftu tveir menn að vera á rúllunni til þess að ná netunum inn.Samtals landaði því Þórsnes SH 124 tonnum í 2 róðrum og meðalvigtin var um 10 kíló úr öllum þessum afla.  miðað við slægðan fisk.  

Sagði Margeir aldrei áður hafa lent í svona moki og er þetta langstærsti netaróðurinn sem Þórsnes SH hefur komið með í einni ferð og stærsti túrinn allra netabáta á vertíðinni núna 2016.
Margeir var með Þórsnesið SH í netarallinum í Breiðarfirðinum og sagði hann að aflinn hefði verið góður enn samt nokkuð minni enn í fyrra.  Reyndar var Þórsnes SH  með Faxaflóann í fyrra og mokveiddi þar.  Saxhamar SH var núna með Faxaflóann,

Ekki eru margir stórir netabátar sem munu verða á netum alla netavertíðina enn Margreir sagðist ætla að klára vertíðina á netunum 11.maí og eins og hann orðaði það , " að þá er gott að taka eina góða netavertíð"

Það má geta þess að Margeir hefur landað mikið í Sandgerði enda var hann skipstjóri á dragnótabátum þaðan í yfir 20 ár og þekkir því ansi vel Sandgerðishöfnina.  

Þórsnes SH Mynd Arnbjörn Eiríksson,

Margeir Jóhannesson skipstjóri Mynd Magnús Þór Hafsteinsson.