ótrúlega lítill munur á systurskipunum,2016
Júní mánuður var ansi góður og eiginlega mokveiði hjá togurnum. Það hefur komið fyrir af og til þegar mikil veiði er í gangi að efstu tveir bátarnir eða togarnir eru með mjög svo lítinn mun á milli í efstu sætunum ,
og núna í júní þá gerðist það einmitt og það á milli systurskipanna Helgu Maríu AK og Málmey SK,
munurinn þegar upp var staðið var ekki nema 357 kíló sem er ótrúlega lítill munur og sérstaklega þegar haft er í huga að báðir togarnir voru með tæplega 940 tonna afla.
enn hvernig var mánuðurinn hjá þeim.
lítum á það,
Báðir togarnir lönduðu 1 júní,
Helga María AK 205,4 tonn og Málmey SK 202,5 tonn. Helga María AK númer 1,
Næsta löndun
Helga María AK 162,7 tonn og Málmey SK 181,1 tonn.
Helga María AK 368,1 tonn, Málmey SK 383,6 tonn, Málmey SK númer 1,
Þriðja löndun,
Helga María AK með 153,7 tonn og Málmey SK 136,7 tonn,
Helga María AK 521,9 tonn og Málmey SK 520,4 tonn, og Helga María AK kominn frammúr,
Löndun númer fjögur,
Mokveiði hjá báðum skipunum og bæði með fullfermi,
Helga María AK 216,9 tonn og Málmey SK 210,8 tonn,
Helga María AK 738,8 tonn og Málmey SK 731,1 tonn. og Helga María AK hærri og stefnir í að verða aflahæst í júní,
Löndun númer 5.
Enn bíðum nú við.
Helga María AK með 200,1 tonn og Málmey SK 208,1 tonn,
Þarna verður heldur betur breyting á.
Helga María AK 938,9 tonn og Málmey SK hirðir toppsætið með 939,3 tonnum,
Vægast sagt ótrúlegur mánuður hjá þessum systurskipum og fáranlega lítill munur á þeim. og eins og sést þá má segja að áhöfnin á Málmey SK hafi stolið toppsætinu af Helgu Maríu AK í lokatúrnum,

Helga MAría AK Mynd Jóhann Ragnarsson,

Málmey SK Mynd Fisk.is