Óvenjugóð netaveiði. Máni II ÁR ,2015
Netaveiðar um sumarbil hafa ekki þótt gefa mikla raun og helst hefur þá verið um skötuselsveiðar.
Júní mánuður var þó nokkuð góður og bæði hjá þeim fáum bátum sem réru sunnanlands og norðanlands.
Máni II ÁR sem að Ragnar Emilson er skipstjóri á átti ansi góðan júní mánuð þar sem að aflinn hjá bátnum fór í tæp 50 tonn
núna í júlí þá hefur líka gengið vel hjá Mána II ÁR, var hann kominn með um 6 tonn í 2 róðrum
fór svo út með fjórar 10 neta trossur og lagði netin á Selvogsbankanum,
Þar hitti Ragnar ansi vel í hann, því þessar fáu trossur voru svo til fullar af ufsa og löngu.
eins og sjá má á myndinni sem að Ragnar tók þá er þetta sjón sem er kanski hvað algengust á vetrarvertíðum enn ekki yfir sumarið. Ragnar sagði í samtali við Aflafrettir að honum þætti þetta óvenjulega góð veiði miðað við hversu langt væri komið fram á sumarið.
þegar upp var staðið þá voru um 13 tonn í bátnum sem fengust á þessar 4 trossur. það gerir um 3,3 tonn í trossu sem er ansi gott

Sumarblíða og netin full. Mynd Ragnar Emilsson
Að sögn Ragnas þá sá ekki mikið á bátnum með 13 tonn, enn myndin sem er hérna að neðan var tekinn af konu Ragnars og eru 17 tonn í bátnum sem tekin var í vetur
