Óvenjulegur slipptími fyrir Steinunni SH,2015
Suðurnesjamenn eru orðnir vanir því að dragnótabáturinn Steinunn SH komi til Njarðvíkur yfir sumarið og er þar í stæðinu sínu fram á Haust þegar að báturinn fer á flot aftur flottur og fínn og heldur vetur til veiða.
Myndin hérna að neðan er reyndar ekki tekin um sumarið heldur er hún tekin 22 október núna í ár.

Steinunn SH mynd Gísli Reynisson
Þetta vakti athygli mína og kom þá í ljós að fór að leka með skutpípunni. Voru þeir að taka inn dragnótina þegar að áhöfnin var var við olíubrák eftir bátnum og í kjölfarið fór að leka sjór inn.
Enginn hætta var að enn þar sem þéttinginn og smurninginn var farinn þá tók ÍSborg ÍS Steinunni SH í tog til Njarðvíkur þar sem báturinn er í slipp.
Eins og við vitum þá hefur Steinunn SH verið í mokveiði fyrir vestan og búnir að landa um 350 tonnum á 10 dögum,