Páll Jónsson GK 107 tonn á 2 lagnir,2015
Haustið hefur verið ansi merkilegt fyrir áhöfnina á Páli Jónssyni GK. Báturinn var dreginn til hafnar í Október vegna bilunar og fór þá í slipp. það tafðist meðal annars vegna Perlu sem síðan sökk í reykjavíkurhöfn,
ég setti inn myndir þegar Páll Jónsson GK var í slippnum.
Nafni minn Gísli skipstjóri sagði í samtali við Aflafrettir á meðan á þessu veseni á Páli Jónssyni GK gekk á að hart yrði tekið á því þegar báturinn kæmist á veiðar.
Báturinn komst loks á veiðar um miðan nóvember og landaði smá slatta eða um 52 tonnum á Hornafirði,
Lögn númer 1
Í næsta túr þá lentu þeir heldur betur í mokveiði að annað eins hefur varla sést. fyrst lögðu þeir 32 rekka eða 38720 króka og ef það er reiknað upp í bala miðað við 450 króka bala þá eru það 86 balar.
Ansi vel gekk hjá þeim í þessari fyrstu lögn og fengu þeir 37,5 tonn miðað við óslægt. það gerir um 436 kíló á bala sem er ansi gott.
Lögn númer 2. yfir 700 kíló á bala
Í næstu lögn þá var ákveðið að leggja fleiri króka og fóru í sjóinn um 43560 króka eða umreiknað í bala eru það um 97 balar.
algert mok fékkst á þessa lögn og þegar búið var að draga þá var ljóst að áhöfnin á Páli Jónssyni GK hafði sett persónulegt aflamet í mestum afla á einni lögn vegna þess að samtals komu um 69,1 tonn af þessari einu lögn. það gerir um 713 kíló á bala.
Við höfum verið að sjá svona rosalegar tölur hjá smábátunum , enn ekki hjá stóru línubátunumi . er þetta persónulega met hjá þeim á Páli Jónssyni GK örugglega aflamet heilt yfir hjá línubátaflotanum íslenska.
Þessi afli fékkst á Þórsbanka og var uppistaðan þorskur eða 70% af aflanum. Aflafrettir slógu á þráðinn til Páls Jónssonar GK enn hann er á siglingu til Grindavíkur og fyrir svörum var Hákon Valson stýrimaður. Sagði hann að þetta hefði verið algert ævintýri og má segja að báturinn væri með allt fullt. Ansi löng sigling er framundan og reiknaði Hákon með að vera kominn til Grindavíkur snemma á Þriðjudaginn.
Já Gísli stóð við orð sín um að vel yrði tekið á því.

Páll Jónsson GK Mynd Páll Jónsson