Páll Jónsson GK og fleiri vandræði í slippnum í Reykjavík,2015

Það var greint frá því hérna á síðunni í október að þá bilaði Páll Jónsson GK þegar hann var að veiðum við Ingólfshöfða.  Jóna Eðvalds SF tók Pál Jónsson GK í drátt til hafnar og var farið með hann til Reykjavíkur.


Ég átti leið um slippinn í Reykjavík 6 nóvember og tók þá eftir því að Páll Jónsson GK var ennþá uppi.  

Kom þá í ljós að um viku seinkun hafði orðið á því að báturin kæmist upp í slippinn og hver haldiði að hafi verið þar fyrir í sleðanum.  
jú hin margfræða Perla sem er núna sokkinn við Ægisgarðin.

Enn upp fór Páll Jónsson GK og var gírinn tekinn út bátnum og þurfi að skera gat á síðuna á Páli Jónssyni GK til þess að koma honum út.

Vonir stand til þess að báturinn fari á flot núna í vikulokinn,

Vonandi fer sú niðurtaka betur enn fór með Perluna.  


Páll Jónsson GK í slipp.


Enn af Perlunni er það nú bara að frétta að hún situr sem fastst á botninum ,

Ansi djúpt á henni, 

Ekki er nóg með að Páll Jónsson GK seinkaði um eina viku í slipptöku og að Perlan sökk heldur á meðan ég var þarna þá var eldur laus í vélarrúminu á Bjarna Sæmundssyni RE.   Allt að ske í stálsmiðjunni í Reykjavík,

Myndir Gísli Reynisson