Þriggja báta slagur,2015
Trefjar í Hafnarfirði hafa framleitt ansi marga báta og þar á meðal mjög mikið af 15 tonna bátunum sem allir svo til samskonar,
á nýjsta listanum bátar að 15 BT þá má sjá þrjá trefja báta sem eru svo til í hnapp saman á topp 3og hafa verið í þannig slag alla listanna í júní,
Nokkuð merkilegt er að skoða tvo af þessum bátum.
Þar er um að ræða Bolungarvíkurbátinn Einar Hálfdáns ÍS sem hefur farið í 22 róðra og landað 112 tonn eða 5,1 tonn í róðri og mest 11,7 tonn,
Síðan er það Von GK og þar er Hafþór skipstjóri með bátinn og er þetta í fyrsta skipti sem að Hafþór er með línubát á veiðum á austfirskum miðum, enn hingað til var hann mestmegnis á netaveiðum frá Suðurnesjunum ,
hefur Von GK landað 113,1 tonn í 17 róðrum eða 6,7 tonn í róðri og mest 10,3 tonn,
Síðan er það Steinun HF sem að Sverrir Þór er með, Hann þekkir miðin þarna fyrir austan ansi vel enda var hann svo til einn af þeim fyrstu til þess að fara á línuveiðar á smábáti frá Suðurnesjunum þarna austur þegar hann var með Happadís GK.
Hefur Steinunn HF landað 113,4 tonnum í 13 róðrum eða 8,7 tonn í róðri sem er nú ansi góður meðalafli,
Það má geta þess að fyrirtækið Icepuffin sem hefur verið með auglýsingu á Aflafrettir í nokkurn tíma að Steinunn HF er með alla línu, ábót og króka frá þeim. Enda er það nú svo að Raggi og Ársæll í Icepuffin eru ansi ánægðir með gott gengi Steinunnar HF. og reyndar er Einar Hálfdáns ÍS lika með hluta af línu sinni frá þeim.
Verðu fróðlegt að sjá hvernig þessi slagur þriggja samskonar trefjabáta endar núna í júní.

Einar Hálfdáns ÍS mynd vikar.is

Steinunn HF Mynd Daníel Jónsson
